Lionsklúbburinn Embla á Selfossi gaf sex spjaldtölvur og sex þráðlaus heyrnartól í vikunni á hjúkrunardeildirnar Ljósheima og Fossheima á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.
Að sögn Emblukvenna mun þessi gjöf vonandi koma að góðum notum fyrir íbúa Ljósheima og Fossheima, sérstaklega núna á meðan heimsóknarbann er á heilbrigðisstofnuninni.
Þann 6. mars var lokað fyrir heimsóknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en boðið er upp á tæknilausnir eins og Skype til að ættingar og vinir geti áfram verið í samskiptum við skjólstæðinga legudeilda og hjúkrunardeilda.
Spjaldtölvurnar sem Emblurnar gáfu í vikunni eiga því eflaust eftir að koma að góðum notum.