Endurnýjað samkomulag í skólamálum

Í síðustu viku endurnýjuðu Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, og Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, samkomulag milli Árborgar og Ölfuss í skólamálum.

Samkomulagið felur í sér staðfestingu á aðgengi nemenda úr dreifbýli Ölfuss að leik- og grunnskólum, skólavistun og félagsmiðstöð Sveitarfélagsins Árborgar og einnig að nemendur sem búa í Árbæjarhverfi fá námsvist í Vallaskóla.

Samkomulagið gildir frá 1. janúar 2015 til 15. ágúst 2019.

Fyrri greinHlaupið eins og vindurinn á 1. maí
Næsta greinGarpur gaf skólakrökkum buff