Endurnýja samning við skátana

Endurnýjaður hefur verið þjónustusamningur á milli Hveragerðisbæjar og Skátafélagsins Stróks. Samningurinn gildir til ársloka 2014 og er heildarverðmæti hans rúmlega 6 milljónir króna.

Samningi þessum er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ og Skátafélagsins Stróks og tryggja öflugt forvarna- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í Hveragerðisbæ. Áhersla er lögð á mikilvægi þess öfluga starfs sem fer fram innan Skátafélagsins Stróks fyrir samfélagið í heild.

Til þess að félagið geti ræktað hlutverk sitt styrkir Hveragerðisbær félagið árlega með beinum og óbeinum fjárframlögum auk þess sem félagið tekur að sér fyrir Hveragerðisbæ tiltekin afmörkuð verkefni gegn greiðslu.

Fyrri greinRáða talmeinafræðing í hlutastarf
Næsta greinHildur og Kraftur sigruðu vetrarleikana