Vegna athugasemda frá D-lista og óháðum við framkvæmd talningar í sveitarstjórnarkosningunum þá mun kjörstjórn Hrunamannahrepps endurtelja atkvæði í kvöld.
Talningin fer fram í opnu húsi í Huppsal í Félagsheimili Hrunamanna mánudaginn kl. 20:30 að viðstöddum fulltrúum listana.
Í Hrunamannahreppi fékk H-listinn 236 atkvæði eða 52,33% og þrjá hreppsnefndarmenn. D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra fékk 215 atkvæði eða 47,7% og tvo hreppsnefndarmenn.
D-listann vantaði 22 atkvæði til þess að fella meirihluta H-listans.