Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður allar áramótabrennur í Sveitarfélaginu Árborg, sökum aðstæðna í samfélaginu og gildandi fjöldatakmarkana.
„Þessi ákvörðun er í samræmi við önnur sveitarfélög, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu, enda er mikilvægt að sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar gangi fram með góðu fordæmi, sýni ábyrgð í verki og hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu frá Árborg.
Þrátt fyrir brennuleysið verða árlegar flugeldasýningar á sínum stað. Þær verða þriðjudaginn 28. desember kl. 20 af bryggjunni á Eyrarbakka, á gamlársdag kl. 17 af Fjallinu eina á Selfossi og sunnudaginn 2. janúar kl. 20 af bryggjunni á Stokkseyri.