Af óviðráðanlegum ástæðum hefur öllum sýningum í Selfossbíói verið aflýst í dag, 6. febrúar.
„Ástæðan er sú að lampinn í sýningarvélinni okkar er á síðasta snúningi og við viljum ekki bjóða fólki upp á það,“ sagði Marinó Geir Lilliendahl, hjá Selfossbíó, í samtali við sunnlenska.is.
„Því miður urðu mistök einhverstaðar á leið lampans til landsins og þar af leiðandi kemur hann ekki til landsins fyrr en seinni partinn í dag. Við hlökkum til að sjá bíógesti á frumsýningunni á Lífsleikni Gillz á morgun,“ sagði Marinó ennfremur.