Ekkert nýtt hefur komið fram við rannsókn lögreglunnar á Selfossi eftir að ráðist var á unga stúlku á Selfossi í síðustu viku.
Árásin átti sér stað þriðjudagskvöldið 2. desember um kl. 23:30 á göngustíg á milli Suðurengis og Vesturhóla á Selfossi um klukkan 23:30 í gærkvöldi. Konan var á göngu ásamt hundi þegar karlmaður réðist aftan að henni, lagði til hennar með eggvopni og sló hana hnefahöggi í andlitið. Hundur konunnar gelti að manninum og glefsaði í hann og lagði hann þá á flótta.
Málið er því enn óupplýst og engar vísbendingar um hver hafi verið þar að verki. Allir þeir sem gætu búið yfir upplýsingum um mannaferðir á göngustígnum á milli Lambhaga og Tryggvagötu á milli klukkan 23:00 og 23:40 þetta kvöld eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.