Staðfestum kórónuveirusmitum hefur ekki fjölgað síðan í gær á Suðurlandi þrátt fyrir að hópsmit hafi komið upp í Mýrdalshreppi.
Eins og sunnlenska.is greindi frá í gær virðist hópsmitið í Mýrdalnum vera nokkuð einangrað og ekki hefur þurft að senda marga í sóttkví.
Eins og í gær eru fjórtán manns í einangrun á Suðurlandi vegna COVID-19, fyrrnefndir fimm í Mýrdalshreppi og átta á Selfossi. Sex eru í sóttkví á Suðurlandi og 81 í skimunarsóttkví eftir skimun á landamærunum. Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Í gær greindust fjórir með COVID-19 innanlands og voru allir í sóttkví, að því er fram kemur á covid.is.