Fyrirhugað var að koma á fót frjálsíþróttaakademíu við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en nú er ljóst að af því verður ekki um sinn.
Ekki fengust nægilega margir nemendur til að taka þátt í starfsemi akademíunnar.
„Það er rétt, ekki náðist nægur fjöldi nemenda í frjálsíþróttaakademíuna að þessu sinni“, segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, aðspurð um málið.
Ráðgert hafði verið að hefja kennslu við akademíuna nú á vorönn 2015 og hafði Ólafur Guðmundsson, íþróttakennari verið fenginn til að starfa sem yfirmaður.