Engin tilboð bárust í endurbætur í Landeyjahöfn

Herjólfur IV siglir inn í Landeyjahöfn. Ljósmynd/Vegagerðin

Ekkert tilboð barst í uppsetningu á fenderum í Landeyjahöfn í útboði sem Vegagerðin auglýsti í nóvember.

Fenderar taka við högginu á bryggjuna þegar skip leggjast að bryggju.

Um var að ræða viðgerð á steyptum kantbita, niðurrekstur á burðarstaurum fyrir fendera og uppsetningu á sex staurafenderum.

Verkinu átti að vera lokið í mars á næsta ári en miðað við viðbrögð verktaka má reikna með að bið verði á því.

Fyrri greinSmávirkjanakostir á Suðurlandi kortlagðir
Næsta greinHólmfríður aftur í Selfosstreyjuna