Engin viðbrögð frá Vegagerðinni

Engin viðbrögð hafa komið frá Vegagerðinni vegna tilboðs Þor­láks­­hafnar um formlegar við­ræður vegna áframhaldandi siglinga Herjólfs.

Að sögn Indriða Kristins­sonar, hafnarstjóra í Þorlákshöfn, áttu forráðamenn hafnarinnar fund með fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir skömmu. Niðurstaða þess fundar var tilboð sem höfnin í Þorlákshöfn lagði fram. Þetta tilboð gekk að sögn Indriða út á að leggja það formlega fyrir Vegagerðina hvort hún vildi samning til lengri tíma vegna siglinga Herjólfs.

,,Það er í raun fyrst og fremst til þess að við getum tryggt okkur nauðsynlegt viðhald á búnaði,“ sagði Indriði. Herjólfur siglir nú á sömu kjörum og önnur skip um höfnina en hafði áður fastan samning enda var viðvera hans mun meiri en annarra skipa í höfninni.

Fyrri greinÁrborg fékk frest til 15. október
Næsta greinReiðarslag fyrir Sunnlendinga