Enginn eldur í Hveragerði

Neyðarlínunni bárust boð frá vegfaranda kl. 00:24 í nótt að eldur væri laus í iðnaðarhúsnæði við Austurmörk í Hveragerði.

Fjölmennt slökkvilið var sent á vettvang ásamt lögreglu og sjúkrabíl frá Selfossi.

Þegar betur var að gáð reyndist um að ræða gufu frá heitu vatni sem lak út við eða í húsinu. Gufan stóð uppundan þakinu og var ekki annað að sjá en þar væri reykur.

Til að fullvissa sig leituðu slökkviliðsmenn af sér allan grun og fóru inn í húsið til að kanna upptök lekans.

Fyrri greinHamar lá heima
Næsta greinAðventusamkoma undir Eyjafjöllum