Enginn heimilismaður smitaður

Ljósmynd/Ás

Enginn heimilismaður á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði greindist með COVID-19 í fyrri skimun sem framkvæmd var í gær.

Starfsmaður á Ási greindist jákvæður á fimmtudag og í kjölfarið fóru heimilismenn á hjúkrunardeild í sóttkví og lokað fyrir heimsóknir.

Alls voru tekin 35 sýni í gær og voru þau öll neikvæð en heimilisfólkið verður skimað aftur í næstu viku.

Fyrri grein„Kofinn nötraði þegar verst lét“
Næsta greinBjörgvin sjötti í hörkukeppni