Nýlega var auglýst staða sérfræðings við heilsugæsluna á Selfossi en engin umsókn barst. Það verða að teljast vonbrigði en hjá læknaliði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi verða nokkrar breytingar nú í haust.
Fyrst er að nefna að Ómar Ragnarsson hefur sagt upp starfshlutfalli sínu á Selfossi en verður áfram starfandi við heilsugæsluna í Hveragerði. Julia Leschhorn fer tímabundið í námsstöðu á barnadeildinni á Landspítala en kemur svo aftur til starfa á Selfoss 1. febrúar 2013, Friðrik Tryggvason læknir mun verða í afleysingavinnu á Selfossi fram til áramóta og Óskar Reykdalsson verður minna við í heimilislækningum á Selfossi í september og október.
Aðrir læknar verða áfram að óbreyttu og munu sinna þeim sem erindi eiga á HSu á Selfossi í vetur.