Stjórn Suðurlandsdeildar Sjúkraliðafélags Íslands mótmælir harðlega þeim niðurskurði sem boðaður er á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Í ályktun sjúkraliðanna segir að Sjúkrahús Suðurlands þjóni stórum hópi fólks, bæði heimamönnum og ferðafólki allt frá Austur-Skaftafellsýslu að Selvogi. “Það geta ekki allir farið til Reykjavíkur til að leita lækningar. LSH er ekki í stakk búinn til að taka við þeim stóra sjúklingahópi sem fer í gegnum HSu árlega.
Í þessum aðgerðum felst því enginn sparnaður þegar upp verður staðið heldur eingöngu tilfærsla á fjármagni til mikilla óþæginda fyrir fólkið í landinu.
Stjórn Suðurlandsdeildar Sjúkraliðafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra, Landlæknisembættið, alþingismenn Suðurlands og sveitastjórnarmenn að beita sér fyrir því að þetta verði lagfært án tafar!” segir í ályktuninni.