„Nei, það verður enginn „Sunnlenskur sveitadagur“ í vor, við ætlum að hvíla okkur og stokka spilin upp á nýtt, það er aldrei að vita hvað gerist vorið 2016,“ segir Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla, í samtali við Sunnlenska.
Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur undanfarin sex ár en allt að tíu þúsund manns hafa sótt sveitadaginn sem hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta fjölskylduhátíðin á Suðurlandi.
Jötunn vélar hafa staðið að deginum í samvinnu við Vélaverkstæði Þóris en þar hafa sunnlenskir bændur fengið tækifæri til að kynna og selja afurðir sínar.