Atvinnuleysi á Suðurlandi mældist 1,3 prósent í bæði júlí og ágúst síðastliðnum. Að meðaltali voru 165 manns á atvinnuleysisskrá í héraðinu í ágúst, hafði þá fækkað um 13 frá því í júlí en um 67 á milli ára.
Atvinnuleysi mælist heldur minna meðal karla en kvenna í ágúst, um 1,7 prósent hjá konum en það er 0,9 prósent hjá sunnlenskum körlum. Flestir úr hópi atvinnulausra búa í sveitarfélaginu Árborg, eða 62, 39 í Vestmannaeyjum og 27 í Hveragerði.
Enginn er á atvinnuleysiskrá í Mýrdalshreppi, og víða um sunnlenskar sveitir má telja atvinnulausa á fingrum annarrar handar.