Enn á ný hefur verið ekið á hitaveituæðina frá Nesjavöllum og hún skemmd þrátt fyrir að Nesjavallaleið hafi verið lokað.
Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir að fyrir utan fjárhagslegt tjón getur þeim sem á lögnina ekur stafað talsverð hætta af því ef lögnin brestur. Þá eykst hættan á því að heitavatnslaust verði ef ekki er látið vita af óhöppum eins og þessu.
Starfsmenn Orkuveitunnar, sem leið áttu um svæðið í dag, urðu skemmdanna varir. Ekki er vitað hvenær ekið var á pípuna en í janúar varð óhapp af svipuðum toga. Þá tilkynntu ferðalangar um slysið. Hægt var að bregðast við um leið og koma í veg fyrir meira tjón á lögninni en orðið var.
Eftir það slys var á það ráð brugðið, í samstarfi við Vegagerðina, að loka veginum með áberandi hætti, en engin þjónusta er við veginn að vetrarlagi og hann því ekki ruddur.
Orkuveitan bendir ökumönnumá að séu þeir á ferð um vegi sem eru lokaðir getur það haft á stöðu þeirra gagnvart tryggingafélaginu þeirra.