Sveitarstjórn Mýrdalshrepps mun væntanlega ráða nýjan sveitarstjóra í þessari viku en sá umsækjandi sem stóð til að ráða dró umsókn sína til baka.
Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt að ráða lögfræðinginn Lárus M.K. Ólafsson til starfsins en hann þurfti að draga umsóknina til baka af persónulegum ástæðum sl. mánudag.
Elín Einarsdóttir, oddviti, sagði í samtali við sunnlenska.is að rætt hafi verið við fleiri umsækjendur og væntanlega yrði gengið frá ráðningunni í þessari viku.