Enn logar í gróðri eftir flugelda

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkviliðsmenn á Selfossi eru enn að fara í útköll vegna gróðurelda eftir virkilega annasöm áramót.

Klukkan 00:15 í nótt var útkall vegna elds í sinu við Sogið, nálægt Grímsborgum, og þar brunnu um það bil 100 fermetrar.

Í dag var slökkviliðið svo kallað út þegar kviknað hafði í trjágróðri fyrir aftan KFC, við Austurveg á Selfossi.

Í báðum tilvikum er talið líklegt að skoteldar hafi valdið eldunum.

Fyrri greinBúið að opna Suðurlandsveg eftir slys undir Ingólfsfjalli
Næsta greinKosning hafin á Sunnlendingi ársins 2021