Samkvæmt upplýsingum sérfræðinga Veðurstofu Íslands á fjölmiðlafundi í Skógarhlíð í morgun er órói enn í Eyjafjallajökli.
Öskuframleiðsla er enn í gangi en gosmökkurinn er undir 3 km hæð og mælist því ekki á ratsjá.
Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu er spáð allhvassri suðaustan- og austanátt með suðurströndinni en annars hægari og verður úrkomulítið. Öskufalli er spáð í nágrenni eldstöðvarinnar, norður og norðvestur af henni. Öskumistur berst þó lengra.