Laust eftir klukkan fjögur í dag urðu sex jarðskjálftar í Vatnafjöllum og voru þrír þeirra stærri en 3,0.
Stærsti skjálftinn var af stærðinni 3,5 klukkan 16:08 og fannst hann vel í Fljótshlíðinni, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.
Í tilkynningu frá vakthafandi jarðvísindamanni á Veðurstofunni eru engin merki um óróa. Vatnafjöll eru austast á Suðurlandsbrotabeltinu en eru einnig talin til eldstöðvakerfis Heklu.