Enn skelfur við Sandfell

Jarðskjálftahrinan norðan Sandfells á Biskupstungnaafrétti heldur áfram en frá því klukkan 22 í gærkvöldi hafa þrettán skjálftar mælst á svæðinu, sá stærsti 2,0 að stærð kl. 11:04 í morgun.

Skjálftahrinan hefur staðið með hléum frá því um síðustu helgi.

Stærsti skjálftinn varð kl. 5:58 í gærmorgun, 3,2 að stærð og fannst hann víða í Biskupstungum og Laugardal. Annar skjálfti að stærðinni 2,5 kom kl. 12:45 í gær.

Fyrri greinFær fyrst sveitarfélaga leyfi fyrir rafrænni íbúakosningu
Næsta greinStórglæsilegur 800Bar eftir miklar breytingar