Lögreglumenn í Vík og Kirkjubæjarklaustri voru með skipulagt umferðareftirlit í og við Vík og Klaustur í liðinni viku þar sem meðal annars var könnuð notkun öryggisbelta í hópferðabifreiðum.
Þar reyndist meinbugur á í nokkrum tilvikum. Ökumenn og fararstjórar gátu þess að þeir leggðu mikið upp úr því að fá farþega til að nota öryggisbelti en sumir létu slíkan lestur sem vind um eyru þjóta.
Eins og áður hefur verið greint frá hefur umferðareftirlitsdeild lögreglunnar verið á ferðinni í Árnessýslu og á höfuðborgarsvæðinu. Í því eftirliti er fylgst með ásþunga, ökuritum, hvíldartíma ökumanns, rekstrarleyfum, hópferðaleyfum og fleiru. Nokkrir ökumenn voru kærðir í þessu eftirliti. Þess má geta að eigendur ökutækja eru einnig kærðir í brotum sem tengjast hvíldartíma og ökurita. Sekt þeirra er hærri en ökumanna.