Lögreglan á Selfossi handtók mann á Eyrarbakka í nótt en hann ógnaði fólki með brotinni flösku og var með almennar óspektir.
Lögreglan þurfti að sinna nokkrum verkefnum á Eyrarbakka þar sem árleg Jónsmessuhátíð fór fram í gæt. Nokkuð var um smávægileg ólæti og pústra á milli manna og þurfti lögregla að skakka leikinn í nokrum tilfellum.
Tilkynnt var um eina minniháttar líkamsárás á Eyrarbakka. Enginn hefur verið handtekinn vegna hennar en vitað er hver gerandinn er. Hann sló til annars manns og sá sem varð fyrir högginu bólgnaði upp í andliti.
Þá var einn handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna á veginum á milli Selfoss og Eyrarbakka.