Erlendur Björnsson, bóndi í Seglbúðum í Skaftárhreppi hlaut á dögunum umhverfisverðlaunin “The Environment and Soil Management Award” fyrir uppgræðslu lands og vistheimt raskaðra vistkerfa á jörð sinni. Erlendur hefur unnið að þessu verkefni í tengslum við verkefnið „Bændur græða landið“ í samstarfi við Landgræðslu ríkisins.
Erlendur hóf uppgræðslustarf árið 1982 og hefur unnið að því innan vébanda „Bændur græða landið“ frá 1994. Við uppgræðslustörfin beitir Erlendur vistfræðilegri aðferðafræði, ber mjög litla áburðarskammta á staðargróðurinn og friðar uppgræðslusvæðið fyrir sauðfjárbeit.
Verkefni Erlendar fellur mjög vel að hugmyndafræði vistheimtar og dregur fram mikilvægi hennar sem náttúruverndaraðgerðar.