Erlendur ferðamaður sviptur á staðnum

Lögreglan á Mýrdalssandi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Jóhanna S. Hannesdóttir

Lögreglan á Suðurlandi kærði 53 ökumenn fyrir að aka of hratt í umdæminu í liðinni viku.

Af þeim var 21 ökumaður stöðvaður af lögreglumönnum á Kirkjubæjarklaustri eða í Vík. Sautján voru stöðvaðir í Rangárvallasýslu, tólf í Árnessýslu og þrír í nágrenni Hafnar.

Erlendur ferðamaður í Skaftafellssýslu ök sinni bifreið á 151 km/klst hraða og var gert að ljúka máli sínu með sekt og sviptingu á staðnum. Samferðamaður hans tók við akstri bifreiðarinnar.

Fyrri greinGleðistundir hefjast á nýjan leik
Næsta greinSunnlensku liðin töpuðu