Erlingur og Ísleifur gefa ekki kost á sér

Engir listar eru í framboði í Ásahreppi í komandi sveitarstjórnarkosningum og því verður óhlutbundin kosning þar eins og áður.

Það þýðir að allir kjörgengir íbúar sveitarfélagsins eru í kjöri nema þeir sem eru löglega undanþegnir skyldu til að taka kjöri, eða hafa fyrirfram skorast undan því.

Af sitjandi sveitarstjórnarmönnum í Ásahreppi gefa Erlingur Jensson í Lækjarbrekku og Ísleifur Jónasson í Kálfholti ekki kost á sér.

Fyrri greinNýr samningur um Setrið
Næsta greinViðsnúningur í rekstri Skaftárhrepps