Eva Björk Harðardóttir hefur verið í leyfi frá störfum í sveitarstjórn Skaftárhrepps frá 31. mars síðastliðnum af persónulegum ástæðum.
Hún hyggst snúa aftur í sveitarstjórn nú í maímánuði. Bjarki Guðnason, varaoddviti, er starfandi oddviti Skaftárhrepps á meðan. Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri, sneri aftur til starfa þann 1. apríl sl. en Gunnar Birgisson leysti hana af á meðan hún var í leyfi.
Eva Björk er einnig formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og starfar Helgi Kjartansson í Bláskógabyggð sem formaður á meðan hún er í leyfi en Helgi er varaformaður stjórnar SASS. Einar Freyr Elínarson í Mýrdalshreppi tekur þátt í stjórnarfundum SASS á meðan Eva Björk er í leyfi.
UPPFÆRT 4/5 KL. 13:05: Upphaflega stóð til að Eva Björk yrði í fríi til 1. júlí en hún hefur ákveðið að snúa fyrr til starfa, nú í maí.