Eyþór forseti bæjarstjórnar

Eyþór H. Ólafsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar í gær. Á fundinum var einnig samþykkt að ganga til samninga við Aldísi Hafsteinsdóttur um starf bæjarstjóra.

Varaforseti bæjarstjórnar var kjörin Ninna Sif Svavarsdóttir en Unnur Þormóðsdóttir var kosin formaður bæjarráðs. D-listi Sjálfstæðismanna hlaut hreinan meirihluta eða 58,5% atkvæða í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum.

Þrír nýir bæjarfulltrúar taka nú til starfa í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar, Njörður Sigurðsson og Viktoría Sif Kristinsdóttir af S-lista og Garðar R. Árnason af B-lista.

Skipað var í nefndir og ráð og eftirtaldir eru formenn helstu nefnda þessir:
Formaður fræðslunefndar er Þórhallur Einisson.
Formaður skipulags- og mannvirkjanefndar er Eyþór H. Ólafsson.
Formaður umhverfisnefndar er Unnur Þormóðsdóttir.
Formaður menningar, íþrótta- og frístundanefndar er Ninna Sif Svavarsdóttir .
Formaður kjörstjórnar er Inga Lóa Hannesdóttir.

Fyrri greinAtvinnumennirnir okkar í heimsókn
Næsta greinFyrsta tap Árborgar í deildinni