Málverk eftir Ásgrím Jónsson af Eyjafjallajökli seldist á tæplega 5,2 milljónir króna á uppboð í Gallerí Fold í kvöld. Kaupverðið er hátt yfir verðmati verksins.
Verkið heitir „Eyjafjallajökull séður frá Vestmannaeyjum“ og málaði Ásgrímur það í Vestmannaeyjum árið 1905 þar sem hann var í heimsókn. Þetta er töluvert yfir matsverði verksins sem var þrjár til 3,5 milljónir króna.
Á uppboðinu í kvöld seldust verk eftir Kristínu Jónsdóttur á 1,2 milljónir króna sem er matsverð og verk eftir Jóhannes S. Kjarval á tæplega 2,2 milljónir króna sem er rétt yfir matsverði.
Fjöldi annarra verka seldust einnig yfir matsverði og má þar nefna verk eftir listamennina Steingrím Eyfjörð, Karólínu Lárusdóttur, Valtý Pétursson og Jóhannes Jóhannesson.