Eykt ehf. bauð lægst í byggingu nýs hjúkrunarheimilis sem rísa mun á Selfossi en tilboð voru opnuð í dag.
Tilboð Eyktar hljóðaði upp á tæpar 2.226 milljónir króna og var 6% yfir kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríksins, sem var 2.094 milljónir króna.
Fjögur önnur tilboð bárust í verkið. Ístak hf bauð 2.271 milljón króna, Íslenskir aðalverktakar hf 2.386 milljónir króna, Húsheild ehf 2.517 milljónir króna og ÞG verktakar tæpar 2.525 milljónir króna.
Tilboðin eru nú í yfirferð hjá Framkvæmdasýslu ríkisins.
Ríkissjóður og Framkvæmdasjóður aldraðra munu greiða 84% af kostnaðinum en Sveitarfélagið Árborg mun greiða 16% af kostnaðinum.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við hjúkrunarheimilið verði lokið sumarið 2021 og að hægt verði að taka það í notkun með haustinu 2021.