Eyrbekkingar gerðu víðreist um Reykjanes

Ljósmynd/Aðsend

Félag eldri borgara á Eyrarbakka fór sumarferð þann 31. ágúst síðastliðinn og var farið vítt og breitt um Reykjanes.

Sérstök hátíðar móttaka var í Byggðasafninu á Garðskaga en þar ræður ríkjum Margrét I. Ásgeirsdóttir, fyrrverandi yfirbókavörður Bókasafna Árborgar. Hún veitti faglega og ljúfmannlega leiðsögn um safnið.

Myndin með fréttinni er tekin við lok heimsóknarinnar í Byggðasafnið og á henni eru (F.v.) Skúli Þórarinsson, Norma Einarsdóttir, Margrét I. Ásgeirsdóttir safnstjóri, Kristín Eiríksdóttir, Guðrún Thorarensen, Kristín Vilhjálmsdóttir, Guðný Rannveig Reynisdóttir, Inga Kristín Guðjónsdóttir, Erla Karlsdóttir, Sgríður Sæmundsdóttir, Jónína Kjartansdóttir, Trausti Sigurðsson, Ólöf Guðmundsdóttir,Vilbergur Prebensson, Kristján Gíslason, Unnur Ósk Kristjónsdóttir, Erlingur Guðjónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristinn Þórarinsson, Alda Guðjónsdóttir, Emil Ragnarsson, Jón Gunnar Gíslason og Björn Ingi Bjarnason.

Fyrri greinSelfyssingar á palli í þolaksturskeppni
Næsta greinKrakkar úr Hvolsskóla ganga yfir Fimmvörðuháls