Veiði í Eystri-Rangá hefur farið mjög vel af stað en þar eru 137 laxar komnir á land.
Áin er full af fiski og óvenju gjöful því að á sama tíma í fyrra voru um 30 laxar komnir á land.
Í Ytri-Rangá og Hólsá hafa nú komið 238 laxar á land en 18 stangir eru í ánni þessa dagana. Frá byrjun hefur áin gefið tíu til tuttugu laxa á dag en það breyttist á þriðjudaginn. Þann dag veiddust 36 laxar, þar af tuttugu fyrir hádegi.
Veiði hófst í Tungufljóti 1. júlí og eru nú komnir um 40 laxar á land á sex stangir. Tungufljót gaf 1.176 laxa í fyrrasumar.