Eyvindur til aðstoðar á fjöllum

Björgunarsveitin Eyvindur á Flúðum er á leið á Kjalveg til að aðstoða bílstjóra sem hefur fest bíl sinn.

Kjalvegur er lokaður og ófær líkt og aðrir hálendisvegir eins og sjá má á síðu Vegagerðarinnar.

http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand/faerd-og-vedur/faerd-um-allt-land/island1.html

Djúp lægð er skammt undan Norðurlandi og stýrir hún veðrinu hér. Suðvestanlands verður snjókoma og hálka um tíma í kvöld.

Vegir eru víðast hvar auðir um sunnanvert landið en hálkublettir eru þó á Hellisheiði og í Þrengslum.

Fyrri greinAtli með slitið krossband
Næsta greinLjóðaþrenna með lifandi tónlist