Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur tilkynnt bréflega til stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fjögur rými verði tekin af öldrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri um áramótin og fjármagn notað í staðinn til öldrunarmála á HSU.
Mikil fækkun hefur orðið á hjúkrunarrýmum í Árnessýslu frá 2012 en þá voru 116 hjúkrunarrými í sýslunni og 85 dvalarrými. Í byrjun árs 2016 verða hjúkrunarrýmin 118 og dvalarrýmin verða 73. Langur biðlistar eru í rýmin.