Færði Dagrenningu góða gjöf

Á dögunum færði Skotinn Ian K. Hardie Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli veglega peningagjöf. Gjöfin var afhent í tilefni þess að bók hans; „Fimmvörðuháls & Eyjafjallajökull, Volcanic Eruptions 2010“ hafði selst í 200 eintökum.

Ian á sumarhús í Fljótshlíð, er landfræðingur og hefur verið kennari í framhaldsskóla mest alla ævi og var vanur að njóta þess að koma hingað til Íslands með eigin nemendur í landafræði leiðangra.

Bók hans fjallar um upplifun hans á gosunum hér, hvernig sveitungar og yfirvöld brugðust við og hvað var að gerast dag frá degi. Ritið er skrifað sem dagbók og þar er atburðarás gert skil í rýmingum og á íbúafundum. Hann segir frá hugsunum sínum og lýsir viðbrögðum íslendinga við eldgosinu.

Fyrir heimamenn er fróðlegt að lesa bókina því atburðarásinni og dögunum er það vel lýst að það rifjast upp fyrir manni hvað maður var sjálfur að gera umrædda daga.

Bókina er hægt að nálgast hana hjá Dagrenningu og kostar hún 990 kr. Þá er hægt að panta hana á dagrenning.hvols@simnet.is og fá hana senda heim að viðbættum heimsendingarkosnaði. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til Björgunarsveitarinnar, bókin er skrifuð á ensku og er 78 blaðsíður.

Fyrri greinSandra Óskars: Að láta drauma sína rætast
Næsta greinÖruggur sigur hjá Selfyssingum