Sveitarfélagið Ölfus hefur fengið heimild til að framkvæma rafræna íbúakosningu í umsjá Þjóðskrár, fyrst sveitarfélaga á Íslandi. Gunnsteinn Ómarsson, sveitarstjóri, segir verkefnið spennandi.
„Eins og kunnugt er þá var framkvæmd könnun í Hveragerði samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor þar sem niðurstöður bentu til þess að áhugi væri í samfélaginu þar til að skoða sameiningu við Ölfus, umfram önnur sveitarfélög. Bæjarstjórarnir funduðu í framhaldinu en það sem þótti vanta í Ölfusi var umboð kjörinna fulltrúa frá íbúum til að ræða sameiningarmál við önnur sveitarfélög. Um þetta leyti kom fram ábending um það að tilraunaverkefni Þjóðskrár um rafrænar íbúakosningar gæti verið vettvangur til að kanna hug íbúa í Ölfusinu,“ segir Gunnsteinn.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu