Bæjar- og menningarhátíðin Vor í Árborg verður haldin óvenju snemma næsta vor samkvæmd ákvörðun íþrótta- og menningarnefndar Árborgar.
Nefndin ákvað síðasta fundi sínum að hátíðin færi fram dagana 24. til 27. apríl á næsta ári og tengist þannig sumardeginum fyrsta þann 24. apríl.
Til þessa hefur hátíðin verið haldin um miðjan maí eða þá helgi sem tengist uppstignardegi.
Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar segir að í ljósi þess að sveitarstjórnarkosningar séu fyrirhugaðar þá helgina hafi verið talið óheppilegt að halda hátíðina þá daga.
Einnig segir Kjartan að ný dagsetning geti fallið betur að uppgjöri kórastarfs, sem gjarnan halda tónleika sína undir lok apríl. „Með þessu geta þeir kannski tengst þessari hátíð okkar á heppilegri hátt,“ segir Kjartan.