Áhugahópurinn Vinir Þórsmerkur hefur fengið heimild í skipulagsnefnd Rangárþings til að vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna byggingar göngubrúar yfir Markarfljót á móts við Húsadal í Þórsmörk.
Göngubrúin á að nýtast í neyð fyrir sjúkrabíla og létt ökutæki eins og fjórhjól og sexhjól. Hún á einnig að verða fær fólki á hjólastólum með aðstoð. „Enn fremur geti brúin nýst í neyðartilvikum við til dæmis rýmingu á Þórsmörk, vegna náttúruvár. Brúin yrði um 140 metra löng og myndi tengja Þórsmörk við Fljótshlíðina,“ segir skipulagsnefndin.
Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.