F-listinn í meirihluta í Flóahreppi

F-listinn sigraði örugglega í kosningunum í Flóahreppi og fékk þrjá menn kjörna af fimm. Kjörsókn var 81% sem er ívið minna en árið 2010.

Niðurstaða sveitarstjórnarkosninga í Flóahreppi 2014 er eftirfarandi:

F-listi 238 atkvæði
T-listi 123 atkvæði

Á kjörskrá voru 453. Alls kusu 367, auðir seðlar voru 6.

Kosningu hlutu:
Árni Eiríksson F-lista
Svanhvít Hermannsdóttir T-lista
Margrét Jónsdóttir F-lista
Sigurbára Rúnarsdóttir F-lista
Elín Höskuldsdóttir T-lista

Fyrri greinB-listinn vann stórsigur í Ölfusi
Næsta greinKatrín ræðir við gesti