Í dag eru 23 í einangrun á Suðurlandi vegna COVID-19 og hefur þessi tala lækkað skarpt síðustu tvo daga.
Ellefu eru í einangrun í Þorlákshöfn og í Ölfusinu eru tólf í sóttkví. Sex eru í einangrun á Selfossi og 25 í sóttkví. Í Hrunamannahreppi eru einnig sex í einangrun og þar eru fimm í sóttvkí. Samtals eru 57 í sóttkví á Suðurlandi en engin staðfest smit eru á öðrum stöðum en þeim sem eru taldir upp hér að framan.
Þá eru 128 í skimunarsóttkví eftir að hafa farið í sýnatöku á landamærunum.
Þetta kemur fram í daglegum tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var einn utan sóttkvíar, að því er fram kemur á covid.is.