Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með færð og ástandi vega þegar veðrið gengur yfir í nótt og á morgun en reiknað er með að færð geti spillst á nokkrum stöðum um landið í seint í kvöld, snemma í fyrramálið og fram undir hádegið vegna sviptinga í veðri.
Á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði gæti færð spillst og vegir lokað um tíma á bilinu 05:00-10:00 í fyrramálið.
Búast má við að vegurinn frá Vík í Mýrdal, austur að Lómagnúpi lokist eftir að þjónustu líkur í kvöld, eða eftir klukkan 21:30. Þá má búast við að akstursskilyrði verði erfið í fyrramálið vegna ófærðar.
Þá er minnt á að búið er að loka Skeiða- og Hrunamannavegi en nú er unnið að því að grafa skarð í veginn til þess að veita ánni framhjá nýju brúnni sem er í smíðum á Stóru-Laxá. Búist er við að lokað verði í nokkra daga og er ökumönnum bent á merktar hjáleiðir um Skálholtsveg (31), Biskupstungnabraut (35) og Bræðratunguveg (359).