Fulltrúar Rebekkustúkunnar nr. 9 Þóra innan Oddfellowreglunnar komu færandi hendi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í lok síðasta árs og færðu lyflækningadeildinni á Selfossi veglega peningagjöf.
Gjöfin verður nýtt til þess að innrétta rými sem skapaðist við nýlegar húsnæðisbreytingar og er það hugsað fyrir aðstandendur og sjúklinga.
Í tilkynningu frá HSU segir að það sé starfsfólki stofnunarinnar afar dýrmætt að geta boðið skjólstæðingum upp á að geta bæði breytt um umhverfi og að komast í næði, ef þörf er á. Gjafir eins og þessar séu ómetanlegar eru Rebekkustúkunni nr. 9 Þóru færðar kærar þakkir fyrir.