Tíu löreglumenn frá Borgarnesi, Akranesi og Selfossi gerðu húsleit í tveimur sumarbústöðum síðastliðinn föstudag, í Grímsnesinu og á Hvítársíðu í Borgarfirði.
Tveir karlmenn, feðgar, voru handteknir í bústaðnum í Grímsnesi og þeir fluttir til yfirheyrslu í lögreglustöðinni á Selfossi. Við húsleit í Grímsnesinu fundust um 400 kannabisplöntur í góðum blóma og um 90 plöntur í bústaðnum í Hvítársíðu. Auk þess var á báðum stöðum nýlegir lampar og annar búnaður sem til þurfti við ræktunina.
Lagt var hald á búnað og plöntur sem sendar voru til Tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar á styrkleika plantnanna.
Að sögn lögreglu var mjög fagmannlega staðið að ræktuninni og sýnilega miklu kostað til.
Faðirinn viðurkenndi við yfirheyrslu að hafa staðið einn og óstuddur að ræktuninni og hafi tilgangurinn verið að hafa hag af.
Eldri maðurinn hefur eitthvað komið við sögu lögreglu í tengslum við fíkniefni en það var fyrir mörgum árum. Hann hefur búið erlendis undanfarin ár. Þetta er í annað sinn sem lögregla hefur haft afskipti af yngri manninum.
Málið telst upplýst og verður að lokinn efnarannsókn sent ákæruvaldi til frekari meðferðar.