Af þeim börnum í Hveragerði sem áttu rétt á frístundastyrk fyrir árið 2015 var aðeins sótt um styrk fyrir 201 barn en alls áttu 587 börn rétt á slíkum styrk.
Styrkurinn nemur 12 þúsund krónum en til að hljóta hann þarf að framvísa kvittun um greiðslu fyrir skipulagt starf, kennslu eða þjálfun af viðurkenndum aðila.
Ef allir hefðu fengið greiddan hámarksstyrk hefði greiðsla ársins numið rétt tæpum sjö milljónum króna, en alls voru greiddar út rétt tæpar 2,4 milljónir króna.
„Það er rétt að geta þess að styrkirnir voru afar vel kynntir á samfélagsmiðlum, á heimasíðu bæjarins, með dreifibréfum og tölvupóstum til foreldra og forráðamanna barna og ungmenna í bæjarfélaginu,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri.
Styrkurinn fyrir árið 2016 hefur verið hækkaður í 15 þúsundkrónur.