Fallþungi líklega yfir meðaltali

Sláturtíð gengur vel hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi og ætlað er að búið verði að slátra um tuttugu þúsund fjár nú í vikulokin.

Að sögn Einars Hjálmarssonar stöðvarstjóra er reiknað með að alls verði slátrað um hundrað þúsund fjár þetta haustið.

Slátrun hófst að mestu þann. 8. september og stendur fram í fyrstu vikuna í nóvember. Að jafnaði er slátrað um 2.400 lömbum á dag. Að sögn Einars hófst slátrun nokkru seinna nú en hefur verið undanfarin ár.

Einar segir fallþunga góðan, meðaltalið sé rúmlega sextán kíló það sem af er. „Það er í hærri kantinum.“

Um 130 manns starfa í sláturhúsinu á Selfossi yfir háannatímann.

Fyrri greinHátíðarmessa í Mýrdalnum
Næsta greinEina fimm stjörnu verkstæðið á Suðurlandi