Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir fjórum sakborningum sem handteknir eftir að maður fannst látinn í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu í gær.
Tveir aðilanna voru úrskurðaðir til 30. apríl næstkomandi og tveir til 24. apríl næstkomandi. Allir voru þeir úrskurðaðir á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sæta einangrun.
Rannsókn lögreglu á málinu heldur áfram en engar frekari upplýsingar verða veittar á þessari stundu.