Lögreglan á Suðurlandi fékk tvær tilkynningar um falsaða peningaseðla í síðustu viku. Í öðru tilfellinu var um að ræða 1.000 krónu seðil sem ferðamaður í Vík hugðist greiða með.
Við athugun bankastarfsmanns reyndist seðillinn hinsvegar ófalsaður.
Í hinu tilfellinu var um að ræða falsaðan 20 evru seðil sem notaður var í viðskiptum á Laugarvatni og kom fram við yfirferð banka á uppgjöri. Það mál er í rannsókn.