Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um falsaðan þúsund króna seðil sem fannst innan um aðra þúsund króna seðla í bankaútibúi á Selfossi í liðinni viku.
Ekki er vitað hvenær né með hvaða hætti seðillinn barst til bankans en líkur eru taldar á að hann hafi verið í uppgjöri frá einhverju fyrirtæki eða einstaklingi.
Engin önnur tilvik hafa komið til lögrelgu og virðist því sem um eitt einstakt tilvik sé að ræða.